Gallerí KvikkFix

Í Gallerí KvikkFix reynum við að sameina hversdagslífið og listina. Afslappandi og notalegt er að njóta listarinnar á meðan bíllinn er þjónustaður.

Sýning Jónu Heiðu er lokið og er gaman frá því að segja að gestir höfðu á orði að þarna færi upprennandi listakona. Þökkum við Jónu Heiðu fyrir.

Sýningu Signý Björg Guðlaugsdóttir (Signý Design) er lokið og færum við henni bestu þakkir fyrir frábæra sýningu. Var sýningin hin skemmtilegasta blanda.

Sýningu Helgu SY er lokið og þökkum við henni fyrir frábæra Pin Up myndasýningu.

Amjad Shakoor hefur lokið sýningu í Gallerí KvikkFix og þökkum við honum fyrir frábæra sýningu. gestir höfðu orð á að þarna hefði íslenskt sólarlag verið sýnt í sinni fegurstu mynd.

Nú sýnum við samsafn eftir þá listamenn sem hingð til hafa sýnt í Gallerí KvikkFix.

Ef þú villt sýna eða taka þátt á einhvern hátt þá hafðu samband.